Jólatónleikar þrátt fyrir áföll 28. október 2008 05:00 Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Laugardalshöll í fyrra sem heppnuðust einstaklega vel. „Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp