Ekkert manntjón varð í dag þegar eldur kviknaði í Ermarsundsgöngunum milli Bretlands og Frakklands. Göngin verða lokuð til morguns.
Talið er að eldurinn hafi kviknað þegar flutningabíll valt. Ekki er vitað um skemmdir í göngunum en eldvarnir þar eru mjög fullkomnar.
Eldurinn kviknaði um ellefu kílómetra frá gangamunanum Frakklandsmegin. Slökkviliðs og björgunarsveitir fóru inn báðum megin frá og aðstoðuðu fólk við að komast út.