Hundruð þúsunda manna bíða enn björgunar vegna mikilla flóða á Norður-Indlandi undanfarnar vikur. Stjórnvöld þykja hafa staðið sig slælega.
Flóðin voru fyrirsjáanleg eftir að stíflur brustu í úrhellisrigningu, en ekkert var aðhafst fyrr en allt var komið á kaf.
Þeir sem búið er að bjarga hafa verið settir í tjaldbúðir og er ljóst að þeir munu þurfa að hafast þar við mánuðum saman.
Enginn veit hversu margir hafa farist í flóðunum.