Rúnar Júl staldrar við 25. nóvember 2008 04:15 Lítur yfir farinn veg Söngvar um lífið er glæsileg þriggja diska útgáfa með Rúnari Júlíussyni. mynd/Þorfinnur sigurgeirsson Rúnar Júlíusson gerir upp feril sinn á þrefaldri plötu. Rúnar er enn að þrátt fyrir 45 ár í bransanum. Hann segist markvisst vinna að því að fresta hrörnuninni, eins og hann orðar það. „Ég hef alltaf verið með nýja plötu á hverju ári, en nú staldra ég við og lít yfir farinn veg. Svo hefst leikurinn á ný eftir áramót," segir Rúnar Júlíusson, Hr. Rokk, en ferill hans er rakinn á þrefaldri plötu, Söngvar um lífið, sem er nýkomin út. „Fyrstu lögin á disknum eru frá 1966. Þá vorum við í útrás og náðum samningum við plötufyrirtæki Bítlanna, Parlophone, og Columbia í Bandaríkjunum, sem var og er ein stærsta útgáfa í heimi. Það var ansi mikil bjartsýni í loftinu á þessum tíma og sú bjartsýni hefur svo sem ekkert dofnað, að minnsta kosti ekki hvað mig varðar; draumurinn er enn þá til staðar." Rúnar kom í fyrsta skipti fram með Hljómum 5. október 1963 í Krossinum, þá 18 ára gamall. „Það var spilað streit í fimm tíma, einhver 100-200 lög. Ég var í feimniskasti og nýr á bassanum. Maður hafði ekki fullt sjálfstraust, og maður er svo sem enn þá að vinna í því. Ég hélt upp á 45 ár í bransanum nú í október og spilaði tvö gigg sama daginn, á hippahátíð í Vestmannaeyjum og með Karlakór Keflavíkur í Keflavík." Rúnar hefur ekki tölu á skiptunum sem hann hefur spilað. „Nei, ég hef enga hugmynd. Sum árin hafa þetta kannski verið 250-300 gigg á ári. Ég hef dregið aðeins úr þessu í seinni tíð. Maður hefur ekki sömu orkuna. Ég get ekki gert það sem ég gat áður og þá geri ég það bara öðruvísi. Ég reyni samt að fresta hrörnuninni eins og ég get. Fer í morgungöngu í hvaða veðri sem er kl. 7 og lyfti síðan í Lífsstíl." Rúnar vonar það besta og er bjartsýnn að vanda. „Ég hef alltaf verið eigin herra og sé því ekki fram á atvinnuleysi. Ef maður er einhvers virði hefur maður alltaf eitthvað að gera. Maður vonar bara að það bresti ekki á með landsflótta því þá verður ekkert sérlega gaman fyrir þá sem eftir húka. Þjóðlífið þrífst á öðru fólki." Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rúnar Júlíusson gerir upp feril sinn á þrefaldri plötu. Rúnar er enn að þrátt fyrir 45 ár í bransanum. Hann segist markvisst vinna að því að fresta hrörnuninni, eins og hann orðar það. „Ég hef alltaf verið með nýja plötu á hverju ári, en nú staldra ég við og lít yfir farinn veg. Svo hefst leikurinn á ný eftir áramót," segir Rúnar Júlíusson, Hr. Rokk, en ferill hans er rakinn á þrefaldri plötu, Söngvar um lífið, sem er nýkomin út. „Fyrstu lögin á disknum eru frá 1966. Þá vorum við í útrás og náðum samningum við plötufyrirtæki Bítlanna, Parlophone, og Columbia í Bandaríkjunum, sem var og er ein stærsta útgáfa í heimi. Það var ansi mikil bjartsýni í loftinu á þessum tíma og sú bjartsýni hefur svo sem ekkert dofnað, að minnsta kosti ekki hvað mig varðar; draumurinn er enn þá til staðar." Rúnar kom í fyrsta skipti fram með Hljómum 5. október 1963 í Krossinum, þá 18 ára gamall. „Það var spilað streit í fimm tíma, einhver 100-200 lög. Ég var í feimniskasti og nýr á bassanum. Maður hafði ekki fullt sjálfstraust, og maður er svo sem enn þá að vinna í því. Ég hélt upp á 45 ár í bransanum nú í október og spilaði tvö gigg sama daginn, á hippahátíð í Vestmannaeyjum og með Karlakór Keflavíkur í Keflavík." Rúnar hefur ekki tölu á skiptunum sem hann hefur spilað. „Nei, ég hef enga hugmynd. Sum árin hafa þetta kannski verið 250-300 gigg á ári. Ég hef dregið aðeins úr þessu í seinni tíð. Maður hefur ekki sömu orkuna. Ég get ekki gert það sem ég gat áður og þá geri ég það bara öðruvísi. Ég reyni samt að fresta hrörnuninni eins og ég get. Fer í morgungöngu í hvaða veðri sem er kl. 7 og lyfti síðan í Lífsstíl." Rúnar vonar það besta og er bjartsýnn að vanda. „Ég hef alltaf verið eigin herra og sé því ekki fram á atvinnuleysi. Ef maður er einhvers virði hefur maður alltaf eitthvað að gera. Maður vonar bara að það bresti ekki á með landsflótta því þá verður ekkert sérlega gaman fyrir þá sem eftir húka. Þjóðlífið þrífst á öðru fólki."
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira