Rútuböðull fyrir dómara Óli Tynes skrifar 2. ágúst 2008 18:15 Enginn veit af hverju Vince Weiguang Li réðist skyndilega á meðfarþega sinn hinn 22 ára gamla Tim McLean. Þeir höfðu setið hvor á sínum stað í Greyhound rútunni og ekkert benti til að þeir þekktust. Rútan var á leiðinni frá Edmonton til Winnipeg. Eftir hvíldarstopp settist Weiguang Li við hliðina á McLean. Skyndilega stökk hann á fætur, dró upp stóran veiðihníf réðst á McLean og stakk hann margsinnis. Skelfingu lostnir farþegarnir æptu og veinuðu og forðuðu sér út úr rútunni þegar bílstjórinn stöðvaði hana. Weiguang Li skipti sér ekkert af þeim sem hlupu framhjá honum á leiðinni út. Hann hamaðist bara áfram við að stinga McLean. Flutningabíll stoppaði til að gá hvað væri á seyði. Bílstjóri hans fór ásamt rútubílstjóranum og farþega til þess að gá hvað væri að gerast í rútunni. Þegar þeir komu þar inn var Weiguang Li að skera höfuðið af Tim McLean. Þeir forðuðu sér þegar hann kom æðandi að þeim. Þeim tókst að hálfloka hurðinni og halda henni fastri þannig að Weiguang Li komst ekki út. Hann gat þó stungið hnífnum út í gegnum rifu og reyndi að skera þá. Það tókst ekki og morðinginn fór þá aftur í rútuna. Hinir vopnuðust þá kúbeini og hamri úr vörubílnum og stóru vörð við hurð rútunnar. Weigung Li kom þá aftur frammí, og veifaði höfðinu af McLean framan í þá. Lögreglan kom svo á vettvang og handtók Weiguang Li án átaka. Þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag svaraði Weiguang Li ekki þegar dómarinn spurði hvort hann ætlaði að fá sér lögfræðing. Þegar dómarinn spurði hvort hann vildi nýta rétt sinn til að tjá sig ekki kinkaði hann kolli. Saksóknarinn sagði við blaðamenn að þeir myndu bíða eftir úrskurði geðlæknis um hvort Weiguang Li sé sakhæfur. Erlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Enginn veit af hverju Vince Weiguang Li réðist skyndilega á meðfarþega sinn hinn 22 ára gamla Tim McLean. Þeir höfðu setið hvor á sínum stað í Greyhound rútunni og ekkert benti til að þeir þekktust. Rútan var á leiðinni frá Edmonton til Winnipeg. Eftir hvíldarstopp settist Weiguang Li við hliðina á McLean. Skyndilega stökk hann á fætur, dró upp stóran veiðihníf réðst á McLean og stakk hann margsinnis. Skelfingu lostnir farþegarnir æptu og veinuðu og forðuðu sér út úr rútunni þegar bílstjórinn stöðvaði hana. Weiguang Li skipti sér ekkert af þeim sem hlupu framhjá honum á leiðinni út. Hann hamaðist bara áfram við að stinga McLean. Flutningabíll stoppaði til að gá hvað væri á seyði. Bílstjóri hans fór ásamt rútubílstjóranum og farþega til þess að gá hvað væri að gerast í rútunni. Þegar þeir komu þar inn var Weiguang Li að skera höfuðið af Tim McLean. Þeir forðuðu sér þegar hann kom æðandi að þeim. Þeim tókst að hálfloka hurðinni og halda henni fastri þannig að Weiguang Li komst ekki út. Hann gat þó stungið hnífnum út í gegnum rifu og reyndi að skera þá. Það tókst ekki og morðinginn fór þá aftur í rútuna. Hinir vopnuðust þá kúbeini og hamri úr vörubílnum og stóru vörð við hurð rútunnar. Weigung Li kom þá aftur frammí, og veifaði höfðinu af McLean framan í þá. Lögreglan kom svo á vettvang og handtók Weiguang Li án átaka. Þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag svaraði Weiguang Li ekki þegar dómarinn spurði hvort hann ætlaði að fá sér lögfræðing. Þegar dómarinn spurði hvort hann vildi nýta rétt sinn til að tjá sig ekki kinkaði hann kolli. Saksóknarinn sagði við blaðamenn að þeir myndu bíða eftir úrskurði geðlæknis um hvort Weiguang Li sé sakhæfur.
Erlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira