NBA: Lakers bestir í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 09:11 Leikmenn Lakers fagna sigrinum og efsta sætinu í vestrinu í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum