Kanada mun í dag lýsa því formlega yfir að efni sem mikið er notað í vatnsflöskur og barnapela úr plasti, sé hættulegt.
Það gæti leitt til þess að það yrði bannað í vatns- og matarílátum. Haldinn verður blaðamannafundur kl. 16:30 í dag til þess að tilkynna um þetta.
Efnið heitir bishpenol A. Kanadiskar stórverslanir eru þegar byrjaðar að fjarlægja úr hillum sínum flöskur sem innihalda þetta efni.
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld sögðu í gær að hægt væri að tengja bishphenol A við ofþroska í unglingum og krabbameins í blöðruhálskirtli og brjóstum.
Umhverfissamtök segja að efnið sé hættulegt. Plastflöskuframleiðendur segja að svo sé ekki.