Neyðarsjóður að verða til Guðjón Helgason skrifar 28. september 2008 12:03 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, greinir frá stöðu mála. Með henni eru fv. Harry Reid, forseti öldungadeildar, og Hank Paulson, fjármálaráðherra. MYND/AP Demókratar og repúblíkana á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi í meginatriðum um stofnun neyðarsjóðs fyrir bágstödd fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum. Eftir er að hnýta lausa enda og stefnt að því að greiða atkvæði um frumvarpið í fulltrúadeild þings í dag. Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að málinu hefði miðað vel áfram og samningafundir staðið langt fram á nótt. Enn væri þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Það yrði gert í dag og vonandi yrði hægt að leggja frumvarpið fram í fulltrúadeildinni síðar í dag og þá hægt að greiða atkvæði um það. Byggt er á frumvarpi Hanks Paulsons, fjármálaráðherra, um stofnun 700 milljarða dala neyðarsjóðs. Fé úr honum á að nota til að kaupa undirmálslán af illa stæðum bönkum og fjármálafyrirtækjum. Repúblíkanar sem og demókratar á þingi hafa gert ýmsar athugasemdir við frumvarpið, meðal annars að ekki hafi verið gert ráð fyrir opinberu eftirliti með sjóðnum. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt þing til að samþykkja það og fjármálasérfræðingar lagt áherslu á að málið verði komið í höfn áður en opnað verði fyrir viðskipti á mörkuðum vestanhafs á morgun. En á meðan tekist er á um þetta fór annað frumvarp í gegnum þingið í gær sem féll í skuggann af neyðarsjóðsfrumvarpinu. Öldungadeildin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða frumvarp sem felur í sér útgjöld fyrir bandaríska ríkið upp á jafnvirði 60 þúsund milljarða króna - til viðbótar þeim rúmlega 66 þúsund milljörðum króna sem eiga að fara í neyðarsjóðinn. Tryggir það rekstur bandaríska ríkisins eftir að núgildandi fjárlaga ári líkur sem er á þriðjudaginn. Frumvarpið heimilar olíuborun undan Norður-Atlantshafs og Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem hefur verið umdeilt. Það hefur verið þrætuepli milli demókrata annars vegar, sem hafa meirihluta á þingi, og repúblíkana og stjórnar Bush Bandaríkjaforseta hins vegar. Samið var um útgjöld til ýmissa gæluverkefna þingmanna úr báðum flokkum svo koma mætti frumvarpinu í gegn en háværar kröfur hafa verið um olíuborun á þessum svæðum vegna hækkana á eldsneytisverði í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Demókratar og repúblíkana á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi í meginatriðum um stofnun neyðarsjóðs fyrir bágstödd fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum. Eftir er að hnýta lausa enda og stefnt að því að greiða atkvæði um frumvarpið í fulltrúadeild þings í dag. Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að málinu hefði miðað vel áfram og samningafundir staðið langt fram á nótt. Enn væri þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Það yrði gert í dag og vonandi yrði hægt að leggja frumvarpið fram í fulltrúadeildinni síðar í dag og þá hægt að greiða atkvæði um það. Byggt er á frumvarpi Hanks Paulsons, fjármálaráðherra, um stofnun 700 milljarða dala neyðarsjóðs. Fé úr honum á að nota til að kaupa undirmálslán af illa stæðum bönkum og fjármálafyrirtækjum. Repúblíkanar sem og demókratar á þingi hafa gert ýmsar athugasemdir við frumvarpið, meðal annars að ekki hafi verið gert ráð fyrir opinberu eftirliti með sjóðnum. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt þing til að samþykkja það og fjármálasérfræðingar lagt áherslu á að málið verði komið í höfn áður en opnað verði fyrir viðskipti á mörkuðum vestanhafs á morgun. En á meðan tekist er á um þetta fór annað frumvarp í gegnum þingið í gær sem féll í skuggann af neyðarsjóðsfrumvarpinu. Öldungadeildin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða frumvarp sem felur í sér útgjöld fyrir bandaríska ríkið upp á jafnvirði 60 þúsund milljarða króna - til viðbótar þeim rúmlega 66 þúsund milljörðum króna sem eiga að fara í neyðarsjóðinn. Tryggir það rekstur bandaríska ríkisins eftir að núgildandi fjárlaga ári líkur sem er á þriðjudaginn. Frumvarpið heimilar olíuborun undan Norður-Atlantshafs og Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem hefur verið umdeilt. Það hefur verið þrætuepli milli demókrata annars vegar, sem hafa meirihluta á þingi, og repúblíkana og stjórnar Bush Bandaríkjaforseta hins vegar. Samið var um útgjöld til ýmissa gæluverkefna þingmanna úr báðum flokkum svo koma mætti frumvarpinu í gegn en háværar kröfur hafa verið um olíuborun á þessum svæðum vegna hækkana á eldsneytisverði í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira