Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, var með ótrúlega tölfræði í öruggum 17 stiga sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni í undanúrslitaleik Lýsingarbikar karla í dag.
Hlynur þurfti nefnilega aðeins 4 skot utan af velli til þess að skora sín 19 stig sem þýddi að hvert skot hans var 4,8 stiga virði.
Þetta kom til vegna þess að hann skoraði 8 af 19 stigum sínum af vítalínunni og þrjú af fjórum skotum hans voru þriggja stiga skot. Hlynur hitti úr öllum fjórum skotum sínum, einu tveggja stiga sniðskoti og svo þremur þriggja stiga skotum en öll skotin hans komu í fyrri hálfleik.
Hlynur var einnig með 19 fráköst og sex stoðsendingar sem þýddi að hann var 1,5 stoðsendingu á hvert skot sem hann tók. Það voru helst 6 misheppnuð vítaskot og 4 tapaðir boltar sem drógu hann niður í framlagseinkunn sem var upp á 36.
Skotnýting Snæfells í leiknum var afbragðsgóð og fjórir aðalskorarar liðsins (Justin Shouse 28 stig, Hlynur 19, Sigurður Þorvaldsson 15 og Magni Hafsteinsson 13), nýttu saman 22 af 34 skotum sem gerir 64,7 prósent skotnýtingu utan af velli. Þeir þurftu því aðeins 34 skot til þess að skora 75 stig og hvert skot var því 2,2 stiga virði.
Ótrúleg tölfræði Hlyns gegn Njarðvík
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti





Bayern varð sófameistari
Fótbolti