Vegur til sátta Skúli Helgason skrifar 15. ágúst 2008 00:01 Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar