Boston byrjaði með sigri - Oden meiddist aftur 29. október 2008 09:20 Hér má sjá hvar meistarafáninn er hengdur upp í rjáfur í Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar. NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar.
NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum