Nokkur stærstu olíufélög í heiminum eru að vinna olíu úr olíuríkum sandi í Alberta fylki í Kanada. Þar er meiri olía í jörðu en finnst í Venesúela, Rússlandi og Íran. Aðeins í Saudi-Arabíu er meiri olía í jörðu en í Alberta.
Í Alberta er talið að sé hægt að vinna um 175 milljarða olíufata úr sandinum. Búist er við að dagsframleiðslan verði komin úr einni komma þrem milljónum fata upp í þrjár og hálfa milljón árið 2020.