NBA í nótt: Cleveland enn ósigrað heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2009 11:45 Anderson Varejao verst hér Chris Paul í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn