NBA í nótt: Cleveland enn ósigrað heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2009 11:45 Anderson Varejao verst hér Chris Paul í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira