NBA: Dallas og Boston héldu sigurgöngum sínum áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2010 09:00 Ray Allen hitti vel í nótt. Mynd/AP Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og tók 10 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 102-89 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Avery Johnson, fyrrum þjálfari Dallas og núverandi þjálfari Nets-liðsins var þarna að koma í fyrsta sinn aftur í Dallas-höllina eftir að hafa verið rekinn frá Mavericks á sínum tíma. Shawn Marion skoraði 18 stig fyrir Dallas, þeir Jason Terry og Caron Butler voru báðir með 15 stig auk þess að J.J. Barea gaf 13 stoðsendingar. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir New Jersey en liðið er búið að tapa sex síðustu leikjum sínum og hefur alls tapað ellefu útileikjum í röð.Kevin Garnett og Nate Robinson fagna sigrinum.Mynd/APKevin Garnett var hetja Boston Celtics í naumum 102-101 sigri á Philadelphia 76ers. Garnett skoraði sigurkörfuna þegar 1,4 sekúnda var eftir af leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Rajon Rondo. Garnett var ekki hættur því hann hljóp strax til baka og stal síðustu sendingunni hjá Philadelphia og tryggði Boston um leið endanlega sigurinn. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston, Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar, Glen Davis skoraði 16 stig og Garnett var með 14 stig. Jodie Meeks var stigahæstur hjá Philadelphia með 19 stig, þeir Lou Williams og Thaddeus Young skoruðu báðir 16 stig og Elton Brand var með 13 stig og 14 fráköst.Andre Miller og Wesley Matthews.Mynd/APAndre Miller skoraði 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 97-83 sigur á Orlando Magic á heimavelli. Þetta var þriðja tap Orlando-liðsins í röð en stór hluti liðsins hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga. Dwight Howard var með 39 stig og 15 fráköst hjá Orlando, Rashard Lewis skoraði 11 stig og þeir Jameer Nelson og J.J. Redick skoruðu báðir 10 stig. Allir höfðu þessir leikmenn orðið fyrir barðinu á magakveisunni. Wesley Matthews heldur áfram að spila vel fyrir Portland en hann var með 20 stig í leiknum og Nicolas Batum kom með 15 stig og 10 fráköst inn af bekknum. LaMarcus Aldridge skoraði síðan 14 stig. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Avery Johnson.Mynd/APPhiladelphia 76ers-Boston Celtics 101-102 Dallas Mavericks-New Jersey Nets 102-89 Portland Trail Blazers-Orlando Magic 97-83 NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og tók 10 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 102-89 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Avery Johnson, fyrrum þjálfari Dallas og núverandi þjálfari Nets-liðsins var þarna að koma í fyrsta sinn aftur í Dallas-höllina eftir að hafa verið rekinn frá Mavericks á sínum tíma. Shawn Marion skoraði 18 stig fyrir Dallas, þeir Jason Terry og Caron Butler voru báðir með 15 stig auk þess að J.J. Barea gaf 13 stoðsendingar. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir New Jersey en liðið er búið að tapa sex síðustu leikjum sínum og hefur alls tapað ellefu útileikjum í röð.Kevin Garnett og Nate Robinson fagna sigrinum.Mynd/APKevin Garnett var hetja Boston Celtics í naumum 102-101 sigri á Philadelphia 76ers. Garnett skoraði sigurkörfuna þegar 1,4 sekúnda var eftir af leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Rajon Rondo. Garnett var ekki hættur því hann hljóp strax til baka og stal síðustu sendingunni hjá Philadelphia og tryggði Boston um leið endanlega sigurinn. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston, Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar, Glen Davis skoraði 16 stig og Garnett var með 14 stig. Jodie Meeks var stigahæstur hjá Philadelphia með 19 stig, þeir Lou Williams og Thaddeus Young skoruðu báðir 16 stig og Elton Brand var með 13 stig og 14 fráköst.Andre Miller og Wesley Matthews.Mynd/APAndre Miller skoraði 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 97-83 sigur á Orlando Magic á heimavelli. Þetta var þriðja tap Orlando-liðsins í röð en stór hluti liðsins hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga. Dwight Howard var með 39 stig og 15 fráköst hjá Orlando, Rashard Lewis skoraði 11 stig og þeir Jameer Nelson og J.J. Redick skoruðu báðir 10 stig. Allir höfðu þessir leikmenn orðið fyrir barðinu á magakveisunni. Wesley Matthews heldur áfram að spila vel fyrir Portland en hann var með 20 stig í leiknum og Nicolas Batum kom með 15 stig og 10 fráköst inn af bekknum. LaMarcus Aldridge skoraði síðan 14 stig. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Avery Johnson.Mynd/APPhiladelphia 76ers-Boston Celtics 101-102 Dallas Mavericks-New Jersey Nets 102-89 Portland Trail Blazers-Orlando Magic 97-83
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira