Retro Stefson flogið heim fyrir Listahátíð 4. maí 2010 15:33 Unnsteinn Manuel klikkaði ekki á því að kaupa miða á tónleikana fyrir mömmu sína. Opnunartónleikar Listahátíðar verða haldnir í Laugardagshöllinni þann 12. maí. Þar stígur á stokk heitasta númerið í heimstónlistarbransanum í dag, parið Amadou & Mariam frá Malí. Íslenska hljómsveitin Retro Stefson var valin til að hita upp en söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni verður flogið heim til landsins fyrir tónleikana. Hann verður þarna á tónleikaferð um Evrópu með hljómsveitinni FM Belfast en hlakkar mikið til tónleikanna í Laugardagshöll. „Það er mikill heiður fyrir okkur í Retro Stefsson að fá að leika á sama sviði og Amadou & Mariam og leika tónlistina okkar í sjálfri Laugardagshöllinni. Margir í fjölskyldunni og vinir ætla að kíkja á tónleikana, ég er sjálfur búinn að kaupa miða fyrir mömmu," segir Unnsteinn sem heldur aftur út til að spila með FM Belfast eftir tónleikana. Retro Stefson er á mikilli siglingu þessa dagana. Sveitin spilar með FM Belfast á tónleikum og er að taka upp nýja breiðskífu. Forsmekkur hennar er lagið Mama Angola sem komið í spilun á útvarpsstöðum landsins og gefur tóninn fyrir það sem koma skal á annarri plötu sveitarinnar. Fáir afrískir tónlistarmenn njóta hylli líkt og Amadou og Mariam. Engin afrísk plata hefur selst jafn vel og Dimance a Bamako, sem þau gerðu árið 2005. Þau hafa einnig hitað upp fyrir Coldplay, Blur og Scissor Sisters, gerðu þemalag HM 2006 í Þýskalandi og koma fram á opnunartónleikum HM í Suður-Afríku í júní. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Opnunartónleikar Listahátíðar verða haldnir í Laugardagshöllinni þann 12. maí. Þar stígur á stokk heitasta númerið í heimstónlistarbransanum í dag, parið Amadou & Mariam frá Malí. Íslenska hljómsveitin Retro Stefson var valin til að hita upp en söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni verður flogið heim til landsins fyrir tónleikana. Hann verður þarna á tónleikaferð um Evrópu með hljómsveitinni FM Belfast en hlakkar mikið til tónleikanna í Laugardagshöll. „Það er mikill heiður fyrir okkur í Retro Stefsson að fá að leika á sama sviði og Amadou & Mariam og leika tónlistina okkar í sjálfri Laugardagshöllinni. Margir í fjölskyldunni og vinir ætla að kíkja á tónleikana, ég er sjálfur búinn að kaupa miða fyrir mömmu," segir Unnsteinn sem heldur aftur út til að spila með FM Belfast eftir tónleikana. Retro Stefson er á mikilli siglingu þessa dagana. Sveitin spilar með FM Belfast á tónleikum og er að taka upp nýja breiðskífu. Forsmekkur hennar er lagið Mama Angola sem komið í spilun á útvarpsstöðum landsins og gefur tóninn fyrir það sem koma skal á annarri plötu sveitarinnar. Fáir afrískir tónlistarmenn njóta hylli líkt og Amadou og Mariam. Engin afrísk plata hefur selst jafn vel og Dimance a Bamako, sem þau gerðu árið 2005. Þau hafa einnig hitað upp fyrir Coldplay, Blur og Scissor Sisters, gerðu þemalag HM 2006 í Þýskalandi og koma fram á opnunartónleikum HM í Suður-Afríku í júní.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira