Orðsending til Ögmundar 1. október 2010 06:00 Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar