Þetta mál fellir ekki margbarða stjórnina 22. september 2010 04:00 Setið undir umræðunum. fréttablaðið/gva Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira