Friðrik Rafnsson: Fagurgræn kælitækni 8. maí 2010 05:45 Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því, fari allt á enn verri veg en þegar er orðið, að hokra í menningarsnauðri verstöð á hjara veraldar. Þetta er auðvitað bara fullyrðing sem menn hafa kastað fram í hálfkæringi, en er þó nokkuð gott dæmi um heldur dapurlegt gæðastig umræðunnar hérlendis. Eitt stærsta tækifæri Íslands nú um stundir felst nefnilega meðal annars í því að efla fiskveiðar og –vinnslu með vistvænum aðferðum. Til þess hafa Íslendingar bæði þekkingu og tækni sem gæti gert þeim kleift að verða leiðandi í heiminum á þessu sviði.Gæðin aðalatriðið Sjávarútvegurinn og fisvinnslan leið, eins og fleiri atvinnugreinar hérlendis, fyrir þá frumstæðu hugsun að magnið eitt skipti máli, að veiða og vinna sem allra mest. Meira í dag en í gær, það var mælikvarðinn á framfarirnar. Áherslan færðist þar með frá því sem mestu máli skiptir: gæðunum. Fáránlegustu dæmin um þetta er það hvernig stundum var (og er) farið með hinn vandmeðfarna og dýrmæta uppsjávarafla, stór hluti hans fór í bræðslu í stað þess að vera frystur til manneldis eins og gert er meðal nágrannaþjóða okkar.Vistvænt hátækniríki Nú þegar tímar eru sem betur fer farnir að breytast er ef til vill tímabært að huga betur að því hvernig hægt er að gera enn meiri verðmæti úr þeirri takmörkuðu auðlind sem hafið er. Eitt af því væri að efla útflutning á ferskum afurðum (unnum eða óunnum), nota mun háþróaðri kælingu og ferskleikastýringu en gert hefur verið fram til þessa og stórauka þannig geymsluþol fersku afurðanna. Það myndi þýða að mun hærra og stöðugra verð fengist fyrir allar afurðir en nú er, því raunin er sú að með flestum þeim kæli- og flutningaaðferðum sem nú eru notaðar er fiskur frá Íslandi oft orðinn ansi gamall og lúinn, níu til fjórtán daga, þegar hann er settur á markað í Evrópu. Eða þá hann er fluttur út frystur, sem er ævinlega annars flokks hráefni, a.m.k. í Frakklandi, þar sem ég þekki best til. Til að yfirstíga þennan vanda er fiskur fluttur út í flugfragt sem er dýr flutningsmáti og óhagkvæmur, auk þess sem hann er síður en svo öruggur eins og nýleg dæmi sanna. Hins vegar eru nú þegar til frábærar kæliaðferðir og -tækni á Íslandi, aðferðir sem þýða gerbyltingu í gæðamálum og gera kleift að afhenda allt að tveggja vikna fisk ferskan og fínan sjóleiðis, en þær hafa af einhverjum ástæðum sorglega lítið verið notaðar til að hámarka verðmæti ferskra afurða. Sennilega eru þarna að verki systurnar gömlu, Íhaldssemi og Vanahugsun. Fagurgræn kælitækni Gamli tíminn var hálfúldinn fiskur handa lágstéttarfólki í Englandi. Framtíðin er ferskur hágæðafiskur handa sterkefnuðum Evrópubúum, Bandaríkjamönnum, Japönum og Kínverjum sem er umhugað um heilsuna og útlitið. Núna eru Íslendingar einhvers staðar mitt á milli gamla tímans og framtíðarinnar, mun styttra á veg komnir en þeir gætu verið, þar sem þessi nýja tækni hefur enn ekki verið nýtt sem skyldi. Forskotið á aðrar þjóðir sem hægt er að ná með þessari nýju tækni þarf, og ber, að nýta. Með tilkomu farsímans og netsins hefur orðið bylting í fjarskiptum undanfarin ár, tími og fjarlægðir hafa öðlast nýjar víddir og margt einfaldast. Með innleiðingu nýjustu kælistýringartækni og gæðastjórnunar gæti svipuð bylting átt sér stað á sviði sjávarafurða hérlendis, með tilheyrandi arðsemi. Hafi menn til að bera dug, þor og víðsýni til að nýta sér þá innlendu tækni sem þegar er til staðar til að hámarka verðmæti úr sjó á umhverfisvænan hátt gæti Ísland hæglega orðið leiðandi í heiminum á sviði fagurgrænnar kælitækni í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Höfundur er verkefnisstjóri hjá STG-Multi-Ice/ MIQ ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því, fari allt á enn verri veg en þegar er orðið, að hokra í menningarsnauðri verstöð á hjara veraldar. Þetta er auðvitað bara fullyrðing sem menn hafa kastað fram í hálfkæringi, en er þó nokkuð gott dæmi um heldur dapurlegt gæðastig umræðunnar hérlendis. Eitt stærsta tækifæri Íslands nú um stundir felst nefnilega meðal annars í því að efla fiskveiðar og –vinnslu með vistvænum aðferðum. Til þess hafa Íslendingar bæði þekkingu og tækni sem gæti gert þeim kleift að verða leiðandi í heiminum á þessu sviði.Gæðin aðalatriðið Sjávarútvegurinn og fisvinnslan leið, eins og fleiri atvinnugreinar hérlendis, fyrir þá frumstæðu hugsun að magnið eitt skipti máli, að veiða og vinna sem allra mest. Meira í dag en í gær, það var mælikvarðinn á framfarirnar. Áherslan færðist þar með frá því sem mestu máli skiptir: gæðunum. Fáránlegustu dæmin um þetta er það hvernig stundum var (og er) farið með hinn vandmeðfarna og dýrmæta uppsjávarafla, stór hluti hans fór í bræðslu í stað þess að vera frystur til manneldis eins og gert er meðal nágrannaþjóða okkar.Vistvænt hátækniríki Nú þegar tímar eru sem betur fer farnir að breytast er ef til vill tímabært að huga betur að því hvernig hægt er að gera enn meiri verðmæti úr þeirri takmörkuðu auðlind sem hafið er. Eitt af því væri að efla útflutning á ferskum afurðum (unnum eða óunnum), nota mun háþróaðri kælingu og ferskleikastýringu en gert hefur verið fram til þessa og stórauka þannig geymsluþol fersku afurðanna. Það myndi þýða að mun hærra og stöðugra verð fengist fyrir allar afurðir en nú er, því raunin er sú að með flestum þeim kæli- og flutningaaðferðum sem nú eru notaðar er fiskur frá Íslandi oft orðinn ansi gamall og lúinn, níu til fjórtán daga, þegar hann er settur á markað í Evrópu. Eða þá hann er fluttur út frystur, sem er ævinlega annars flokks hráefni, a.m.k. í Frakklandi, þar sem ég þekki best til. Til að yfirstíga þennan vanda er fiskur fluttur út í flugfragt sem er dýr flutningsmáti og óhagkvæmur, auk þess sem hann er síður en svo öruggur eins og nýleg dæmi sanna. Hins vegar eru nú þegar til frábærar kæliaðferðir og -tækni á Íslandi, aðferðir sem þýða gerbyltingu í gæðamálum og gera kleift að afhenda allt að tveggja vikna fisk ferskan og fínan sjóleiðis, en þær hafa af einhverjum ástæðum sorglega lítið verið notaðar til að hámarka verðmæti ferskra afurða. Sennilega eru þarna að verki systurnar gömlu, Íhaldssemi og Vanahugsun. Fagurgræn kælitækni Gamli tíminn var hálfúldinn fiskur handa lágstéttarfólki í Englandi. Framtíðin er ferskur hágæðafiskur handa sterkefnuðum Evrópubúum, Bandaríkjamönnum, Japönum og Kínverjum sem er umhugað um heilsuna og útlitið. Núna eru Íslendingar einhvers staðar mitt á milli gamla tímans og framtíðarinnar, mun styttra á veg komnir en þeir gætu verið, þar sem þessi nýja tækni hefur enn ekki verið nýtt sem skyldi. Forskotið á aðrar þjóðir sem hægt er að ná með þessari nýju tækni þarf, og ber, að nýta. Með tilkomu farsímans og netsins hefur orðið bylting í fjarskiptum undanfarin ár, tími og fjarlægðir hafa öðlast nýjar víddir og margt einfaldast. Með innleiðingu nýjustu kælistýringartækni og gæðastjórnunar gæti svipuð bylting átt sér stað á sviði sjávarafurða hérlendis, með tilheyrandi arðsemi. Hafi menn til að bera dug, þor og víðsýni til að nýta sér þá innlendu tækni sem þegar er til staðar til að hámarka verðmæti úr sjó á umhverfisvænan hátt gæti Ísland hæglega orðið leiðandi í heiminum á sviði fagurgrænnar kælitækni í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Höfundur er verkefnisstjóri hjá STG-Multi-Ice/ MIQ ehf.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun