Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði 3. desember 2010 06:00 Bjarni Benediiktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stefnu stjórnvalda munu ráða úrslitum um hvort starfsemi á borð við einkasjúkrahús PrimaCare í Mosfellsbæ nái fótfestu á Íslandi. Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira