Þjóð, kirkja og hjúskapur 28. júní 2010 06:00 Um helgina tóku gildi ný hjúskaparlög á Íslandi. Fyrir það hafa Íslendingar hlotið hrós frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem lítur á lögin sem skref í þá átt að samkynhneigðir njóti jafnra réttinda og virðingar. Hér á landi hafa trúfélög umboð til að gefa fólk saman í hjónaband. Þess vegna hafa þau verið virkir þátttakendur í samtalinu um hjúskaparlögin. Eðli málsins samkvæmt snertir þetta mál þjóðkirkjuna með sérstökum hætti þar sem prestar hennar framkvæma langflestar hjónavígslur sem fram fara í landinu. Innan þjóðkirkjunnar hafa málefni samkynhneigðra verið mikið til umfjöllunar. Kirkjan hefur, eins og samfélagið almennt, þurft að horfast í augu við að margt í hennar eigin sögu hefur stuðlað að útskúfun og jaðarsetningu samkynhneigðra. Viðhorfsbreyting gagnvart samkynhneigðum hefur átt sér stað í þjóðkirkjunni, eins og í samfélaginu almennt. Þjóðkirkja hefur ríkari skyldur við þjóðina en önnur trúfélög. Kirkja og þjóð eiga að ganga saman þegar kemur að umbótum á mannréttindum og auknu jafnrétti. Annars missir kirkjan marks sem þjóðkirkja og gerir sig að sértrúarsöfnuði. Sértrúarsöfnuður lýtur öðrum lögmálum en þjóðkirkja og getur í nafni trúar og samviskufrelsis farið aðra leið en fólkið í landinu þegar kemur að umbótum á mannréttindum. Frá því lög um staðfesta samvist tóku gildi 27. júní 1996 hafa samkynja pör getað fengið blessun og bæn yfir samband sitt í kirkju. Frá 27. júní 2008 hafa pör getað staðfest samvist sína í kirkju. Frá 27. júní 2010 geta bæði samkynja pör og gagnkynja pör gengið í hjónaband í kirkju. Þetta er eðlileg þróun. Kirkjan er samstiga þjóðinni í umbótum á mannréttindum og velferð. Þjóð og kirkja eiga samleið þegar ný hjúskaparlög taka gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Um helgina tóku gildi ný hjúskaparlög á Íslandi. Fyrir það hafa Íslendingar hlotið hrós frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem lítur á lögin sem skref í þá átt að samkynhneigðir njóti jafnra réttinda og virðingar. Hér á landi hafa trúfélög umboð til að gefa fólk saman í hjónaband. Þess vegna hafa þau verið virkir þátttakendur í samtalinu um hjúskaparlögin. Eðli málsins samkvæmt snertir þetta mál þjóðkirkjuna með sérstökum hætti þar sem prestar hennar framkvæma langflestar hjónavígslur sem fram fara í landinu. Innan þjóðkirkjunnar hafa málefni samkynhneigðra verið mikið til umfjöllunar. Kirkjan hefur, eins og samfélagið almennt, þurft að horfast í augu við að margt í hennar eigin sögu hefur stuðlað að útskúfun og jaðarsetningu samkynhneigðra. Viðhorfsbreyting gagnvart samkynhneigðum hefur átt sér stað í þjóðkirkjunni, eins og í samfélaginu almennt. Þjóðkirkja hefur ríkari skyldur við þjóðina en önnur trúfélög. Kirkja og þjóð eiga að ganga saman þegar kemur að umbótum á mannréttindum og auknu jafnrétti. Annars missir kirkjan marks sem þjóðkirkja og gerir sig að sértrúarsöfnuði. Sértrúarsöfnuður lýtur öðrum lögmálum en þjóðkirkja og getur í nafni trúar og samviskufrelsis farið aðra leið en fólkið í landinu þegar kemur að umbótum á mannréttindum. Frá því lög um staðfesta samvist tóku gildi 27. júní 1996 hafa samkynja pör getað fengið blessun og bæn yfir samband sitt í kirkju. Frá 27. júní 2008 hafa pör getað staðfest samvist sína í kirkju. Frá 27. júní 2010 geta bæði samkynja pör og gagnkynja pör gengið í hjónaband í kirkju. Þetta er eðlileg þróun. Kirkjan er samstiga þjóðinni í umbótum á mannréttindum og velferð. Þjóð og kirkja eiga samleið þegar ný hjúskaparlög taka gildi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun