Meistarar LA Lakers luku í nótt sjö leikja ferðalagi er þeir skelltu Toronto í Kanada. Kobe Bryant atkvæðamestur í liði Lakers með 20 stig og Pau Gasol einnig sterkur með 19. Lakers tapaði aðeins einum leik á þessu ferðalagi.
"Við treystum á bekkinn í kvöld og spiluðum meira með varamenn en oft áður. Bynum var sterkur og þeir réðu ekki við hæðina hjá okkur enda vantaði þá lykilmenn," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers.
Paul Pierce var með sína fyrstu þreföldu tvennu í fjögur ár er Boston skellti Indiana og vann um leið sinn þrettánda leik í röð. Pierce var með 18 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar.
Shaquille O´Neal kom einnig sterkur inn í lið Boston eftir meiðsli og skoraði 11 af fyrstu 17 stigum Boston í leiknum.
Úrslit næturinnar:
Boston-Indiana 99-88
NJ Nets-Atlanta 89-82
Toronto-LA Lakers 110-120
Detroit-New Orleans 111-108
Sacramento-Houston 93-102
Oklahoma-Phoenix 110-113