Skapar fordæmi til að sækja núverandi ráðherra til saka 2. október 2010 12:23 Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni. Landsdómur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni.
Landsdómur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira