Landsdómur úrskurðar um aðgang saksóknara að gögnum 29. desember 2010 18:11 Landsdómur eins hann leggur sig þarf að taka afstöðu til kröfu um afhendingu gagna en Þjóðskjalasafnið hefur synjað saksóknara Alþingis um aðgang að skýrslutökum og tölvupóstum Geirs H. Haarde. Í húsakynnum Þjóðskjalasafns Íslands eru öll gögn rannsóknarnefndar Alþingis geymd. Skýrslutökur, tölvubréf og annað en safnið hefur neitað Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, um aðgang að þessum gögnum.Allt á hörðum diskum Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskjalasafninu eru öll gögn nefndarinnar geymd þarna, rafræn og skrifleg skjöl. Öll rafræn skjöl eru á nokkrum stórum hörðum diskum. Stöð 2 óskaði eftir því að fá að mynda hirslurnar sjálfar, en ekki var orðið við þeirri ósk. Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, sem sækir mál á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi vegna meintrar vanrækslu var synjað um tölvupósta Geirs og skýrslutökur yfir honum með vísan til stjórnarskrárákvæðis um einkalífsvernd. Þetta tefur fyrir saksóknaranum því nú þarf að kalla saman landsdóm til að úrskurða um aðgang að gögnunum.Alþingi kemur ekki saman fyrr en 17. janúar Fyrir Alþingi er nú frumvarp til breytinga á lögum um landsdóm um að ef kveða þurfi upp úrskurði um rannsóknaraðgerðir eða atriði sem tengjast rekstri máls geti forseti dómsins kvatt tvo aðra lögfræðinga úr hópi dómara til að standa að því með sér. Þetta er ákveðið réttafarshagræði því að óbreyttum lögum hefði þurft að kalla landsdóm í heild sinni, alls fimmtán manns, til að úrskurða um t.d kröfu um afhendingu gagna, en Alþingi kemur ekki saman fyrr en 17. janúar. Landsdómur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Landsdómur eins hann leggur sig þarf að taka afstöðu til kröfu um afhendingu gagna en Þjóðskjalasafnið hefur synjað saksóknara Alþingis um aðgang að skýrslutökum og tölvupóstum Geirs H. Haarde. Í húsakynnum Þjóðskjalasafns Íslands eru öll gögn rannsóknarnefndar Alþingis geymd. Skýrslutökur, tölvubréf og annað en safnið hefur neitað Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, um aðgang að þessum gögnum.Allt á hörðum diskum Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskjalasafninu eru öll gögn nefndarinnar geymd þarna, rafræn og skrifleg skjöl. Öll rafræn skjöl eru á nokkrum stórum hörðum diskum. Stöð 2 óskaði eftir því að fá að mynda hirslurnar sjálfar, en ekki var orðið við þeirri ósk. Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, sem sækir mál á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi vegna meintrar vanrækslu var synjað um tölvupósta Geirs og skýrslutökur yfir honum með vísan til stjórnarskrárákvæðis um einkalífsvernd. Þetta tefur fyrir saksóknaranum því nú þarf að kalla saman landsdóm til að úrskurða um aðgang að gögnunum.Alþingi kemur ekki saman fyrr en 17. janúar Fyrir Alþingi er nú frumvarp til breytinga á lögum um landsdóm um að ef kveða þurfi upp úrskurði um rannsóknaraðgerðir eða atriði sem tengjast rekstri máls geti forseti dómsins kvatt tvo aðra lögfræðinga úr hópi dómara til að standa að því með sér. Þetta er ákveðið réttafarshagræði því að óbreyttum lögum hefði þurft að kalla landsdóm í heild sinni, alls fimmtán manns, til að úrskurða um t.d kröfu um afhendingu gagna, en Alþingi kemur ekki saman fyrr en 17. janúar.
Landsdómur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira