Studdi ekki framlag til að halda áfram saksókn gegn Geir 5. desember 2011 10:55 Atli Gíslason, formaður saksóknarnefndar Alþingis, sat hjá. Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari. Landsdómur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari.
Landsdómur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira