Fjórir dómarar við Hæstarétt vanhæfir 10. febrúar 2011 12:30 Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans. Árni var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í tæp tvö ár í tíð Geirs sem fjármálaráðherra. Að sögn Þorsteins Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, telur Árni þá staðreynd, og það að þeir Geir hafi almennt átt töluvert saman að sælda, til þess fallna að hægt yrði að draga hæfi hans í efa. Því hafi hann lýst sig vanhæfan. Lög um landsdóm kveða á um að í dómnum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafa. Þegar Árni lýsti sig vanhæfan þurfti því að ganga á röð þeirra sem eftir voru til að finna þann næsta í starfsaldursröðinni. Fyrstur þeirra var Jón Steinar Gunnlaugsson. „Ég tel miklar líkur á að góður vinur minn, sem heitir Davíð Oddsson, verði kallaður sem vitni í þessu máli. Það er eitt af hlutverkum dómara í dómsmálum að meta vitnaframburði og þá tel ég að það gæti verið ástæða til að efast um hlutlægni mína við að meta þann vitnisburð," segir Jón Steinar. Því hafi hann lýst sig vanhæfan, þótt enginn vitnalisti liggi enn fyrir. Næstur var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann upplýsti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði einnig lýst sig vanhæfan vegna tengsla við Davíð. Þeir eru náfrændur. Sá þriðji var Páll Hreinsson. Hann gat ekki tekið sæti í dómnum, enda byggir málið á hendur Geir á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis sem hann átti sæti í. Þá var Viðar einn eftir. Hann tekur því sæti Árna í landsdómi. Ögmundur Jónasson skipaði hann hæstaréttardómara 9. september síðastliðinn. Landsdómur fundar í fyrsta sinn í dag. Fyrir honum liggur að ákveða hvort Geir megi koma að kröfum í málinu fyrir héraðsdómi, þar sem saksóknari Alþingis stendur nú í máli gegn Þjóðskjalasafni um afhendingu gagna. Geir vill fá að krefjast frávísunar málsins strax, en héraðsdómur hefur hafnað því. Það kærði Geir til landsdóms. stigur@frettabladid.is Jón Steinar GunnlaugssonÓlafur Börkur ÞorvaldssonPáll Hreinsson Landsdómur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans. Árni var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í tæp tvö ár í tíð Geirs sem fjármálaráðherra. Að sögn Þorsteins Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, telur Árni þá staðreynd, og það að þeir Geir hafi almennt átt töluvert saman að sælda, til þess fallna að hægt yrði að draga hæfi hans í efa. Því hafi hann lýst sig vanhæfan. Lög um landsdóm kveða á um að í dómnum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafa. Þegar Árni lýsti sig vanhæfan þurfti því að ganga á röð þeirra sem eftir voru til að finna þann næsta í starfsaldursröðinni. Fyrstur þeirra var Jón Steinar Gunnlaugsson. „Ég tel miklar líkur á að góður vinur minn, sem heitir Davíð Oddsson, verði kallaður sem vitni í þessu máli. Það er eitt af hlutverkum dómara í dómsmálum að meta vitnaframburði og þá tel ég að það gæti verið ástæða til að efast um hlutlægni mína við að meta þann vitnisburð," segir Jón Steinar. Því hafi hann lýst sig vanhæfan, þótt enginn vitnalisti liggi enn fyrir. Næstur var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann upplýsti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði einnig lýst sig vanhæfan vegna tengsla við Davíð. Þeir eru náfrændur. Sá þriðji var Páll Hreinsson. Hann gat ekki tekið sæti í dómnum, enda byggir málið á hendur Geir á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis sem hann átti sæti í. Þá var Viðar einn eftir. Hann tekur því sæti Árna í landsdómi. Ögmundur Jónasson skipaði hann hæstaréttardómara 9. september síðastliðinn. Landsdómur fundar í fyrsta sinn í dag. Fyrir honum liggur að ákveða hvort Geir megi koma að kröfum í málinu fyrir héraðsdómi, þar sem saksóknari Alþingis stendur nú í máli gegn Þjóðskjalasafni um afhendingu gagna. Geir vill fá að krefjast frávísunar málsins strax, en héraðsdómur hefur hafnað því. Það kærði Geir til landsdóms. stigur@frettabladid.is Jón Steinar GunnlaugssonÓlafur Börkur ÞorvaldssonPáll Hreinsson
Landsdómur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira