Innlent

Krefst þess að Jón Steinar víki sæti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gísli Tryggvason hefur krafist endurupptöku á málinu.
Gísli Tryggvason hefur krafist endurupptöku á málinu.
Gísli Tryggvason lögmaður, sem kjörinn var stjórnlagaþingsfulltrúi fór í dag fram á endurupptöku á ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings. Gísli óskar eftir því að meðferð beiðninnar verði flýtt eins og kostur sé og bendir á að stjórnlagaþing eigi að koma saman hinn 15. febrúar samkvæmt lögum. Þá krefst Gísli þess að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari, sem tók þátt í málsmeðferð Hæstaréttar í umræddum kærumálum, víki sæti við afgreiðslu. Gísli telur að Jón Steinar sé vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsþættinum Návígi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×