Innlent

Benedikt í landsdóm í stað Bjargar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt Bogason.
Benedikt Bogason.
Benedikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun taka sæti Bjargar Thorarensen prófessors í landsdómi. Björg er vanhæf til að sitja í dómnum vegna þess að eiginmaður hennar, Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, situr í honum.

Auk Bjargar Thorarensen eru tveir aðrir sem skipaðir eru í landsdóm sem munu ekki taka sæti. Það eru þau Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, sem er orðin of gömul til að sitja í landsdómi, og Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður sem hefur lýst sig vanhæfa sökum þess að hún var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Landsdómur kemur líklegast saman á fimmtudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×