Dæmdar bætur fyrir kynferðislega áreitni - gerandi enn að störfum Valur Grettisson skrifar 9. febrúar 2011 13:39 Héraðsdómur Reykjaness Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira