Mennirnir á svarta bílnum ekki hættir 18. mars 2011 07:00 Skuggalegir Mennirnir hafa gert mörg barnanna mjög hrædd með hátterni sínu, hvort sem þeir hafa raunverulega eitthvað illt í hyggju eða ekki. Myndin er úr safni.Fréttablaðið/heiða Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh
Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira