Geir ákærður í næstu viku 7. maí 2011 07:30 Geir H. Haarde Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran er einungis um tvær blaðsíður. Henni fylgja hins vegar ótal skjöl, samtals vel á fjórða þúsund blaðsíður upp úr tölvupósti, skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og öðru. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í gær voru hún og samstarfsmenn hennar tveir að leggja lokahönd á um hundrað síðna skjalaskrá, þar sem gerð er grein fyrir gögnunum og því markverðasta sem í þeim má finna. Eftir helgi verður ákæran og fylgigögnin send í ljósritun. Hver dómaranna fimmtán í landsdómi fær sitt eintak, eins og saksóknari og verjandi. Því má gera ráð fyrir að heildarfjöldi blaðsíðna sem ljósrita þarf verði á bilinu fjörutíu til sjötíu þúsund. Eintökin verða líklega í tíu bindum hvert. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur er það hlutverk hans að stefna Geir fyrir dóminn svo þingfesta megi ákæruna. Þingfestingin getur þó ekki farið fram fyrr en þremur vikum eftir að stefnan er birt. Það verður því tæpast fyrr en í lok mánaðar eða í byrjun júní, að mati Sigríðar.- sh Landsdómur Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran er einungis um tvær blaðsíður. Henni fylgja hins vegar ótal skjöl, samtals vel á fjórða þúsund blaðsíður upp úr tölvupósti, skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og öðru. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í gær voru hún og samstarfsmenn hennar tveir að leggja lokahönd á um hundrað síðna skjalaskrá, þar sem gerð er grein fyrir gögnunum og því markverðasta sem í þeim má finna. Eftir helgi verður ákæran og fylgigögnin send í ljósritun. Hver dómaranna fimmtán í landsdómi fær sitt eintak, eins og saksóknari og verjandi. Því má gera ráð fyrir að heildarfjöldi blaðsíðna sem ljósrita þarf verði á bilinu fjörutíu til sjötíu þúsund. Eintökin verða líklega í tíu bindum hvert. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur er það hlutverk hans að stefna Geir fyrir dóminn svo þingfesta megi ákæruna. Þingfestingin getur þó ekki farið fram fyrr en þremur vikum eftir að stefnan er birt. Það verður því tæpast fyrr en í lok mánaðar eða í byrjun júní, að mati Sigríðar.- sh
Landsdómur Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira