Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði í Moskvu í gær undir samning sem gerir Íslendingum kleift að selja skyr og aðrar mjólkurafurðir til Rússlands. Með samningnum fallast Rússar á vottunarkerfi sem gerir útflutninginn mögulegan. Nú þegar er verulegur áhugi af hálfu Rússa að kaupa mjólkurduft, en Össur telur einnig mikla möguleika á að vinna góðan markað fyrir íslenskt skyr.
„Skyrið hefur slegið í gegn handan landamæranna í Finnlandi, og ég held að Rússar verði ekki síður sólgnir í skyr og jafnvel smjör í framtíðinni.“ Össur taldi í þessu felast mikla möguleika fyrir íslenskan landbúnað.- kóp
Rússar sólgnir í skyr og smjör
