Eftirlitskerfið brást 1. febrúar 2012 05:00 Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, gagnrýnir velferðarráðherra fyrir að bjóða ekki öllum konum að láta fjarlægja úr sér PIP sílíkonpúðana, þótt þeir séu ekki lekir. Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira