Eftirlitskerfið brást 1. febrúar 2012 05:00 Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, gagnrýnir velferðarráðherra fyrir að bjóða ekki öllum konum að láta fjarlægja úr sér PIP sílíkonpúðana, þótt þeir séu ekki lekir. Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira