Fernt felldi Kaupþing 13. mars 2012 06:00 Sigurður Einarsson er eina vitnið sem farið hefur verið fram á að sverji drengskapaheit fyrir Landsdómi. Fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings sagði fjórar ástæður fyrir falli Kaupþings, og að yfirtakan á Glitni væri ekki ein þeirra. Hann var látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi að kröfu verjanda Geirs H. Haarde og er sá eini sem hefur gert slíkt í réttarhöldunum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings, telur alþjóðlega fjármálakreppu, hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands, neyðarlögin og aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins gagnvart dótturbanka Kaupþings í Bretlandi hafa fellt bankann. Þetta er meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur yfir honum fyrir Landsdómi í gær. Sigurður var meðal annars spurður út í áætlanir Kaupþings um að bregðast við þeim hlutfallsvanda sem blasti við á Íslandi, en íslenska bankakerfið var níföld þjóðarframleiðsla að stærð árið 2008. Í vitnisburði sínum fór hann yfir „Project Hans" og „Project Einar", áætlanir bankans sem snerust annars vegar um að flytja hluta af starfsemi Kaupþings til erlendra dótturfélaga og hins vegar um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands. Hann taldi hugmyndirnar raunhæfar. Hvorki þrýstingur né áhugiHelgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Sigurð hvort Kaupþing hefði verið komið í lausafjárvandræði á árinu 2008. Hann svaraði því til að lausafjárstaðan hefði verið góð en líka verið verkefni sem stöðugt var unnið að innan bankans. „Það verður hins vegar að segjast að samráð stjórnvalda við okkur, samráð okkar við hina bankana, það var mjög takmarkað. Við áttuðum okkur ekki á því hver staðan var orðin," sagði Sigurður. Hann sagðist ekki hafa orðið var við þrýsting, eða yfir höfuð áhuga, frá íslenskum stjórnvöldum um að bankakerfið yrði minnkað eða að bankarnir flyttu úr landi. Fjórar ástæður fyrir falli bankans Að mati Sigurðar voru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing féll. Í fyrsta lagi versta alþjóðlega kreppa frá 1930. Næsta taldi hann peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, sem hann kallaði gegndarlausa hávaxtastefnu, sem hefði neytt fyrirtæki og almenning til að taka erlend lán. Peningamagn í umferð hefði aukist gríðarlega og því hefði ekki getað „farið öðruvísi en svo að gengi gjaldmiðilsins hryndi". Í þriðja lagi nefndi hann setningu neyðarlaganna sem breyttu lögum eftir á og mismunuðu kröfuhöfum. Í fjórða lagi hefði yfirtaka breska fjármálaeftirlitsins (FSA) á Kaupthing Singer & Friedlander (KFS), dótturbankanum í Bretlandi, gert Kaupþing samstundis tæknilega gjaldþrota, hvort sem bankinn var það í raun eða ekki. Sigurður sagði margar aðrar aðgerðir, meðal annars yfirtökuna á Glitni, hafa verið kolrangar. Þær hefðu hins vegar ekki verið ástæðan fyrir kreppunni á Íslandi. Starfaði fyrir skilanefndSigurður segir að hann hafi verið fenginn til að starfa fyrir skilanefnd Kaupþings stuttu eftir hrun til að koma sérstaklega að sölu erlendra eigna. Á meðal þeirra eigna var FIH, sem settur hafði verið að veði fyrir 500 milljóna evra láni frá Seðlabanka Íslands 6. október 2008. Vegna þess banka fór þáverandi formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, einhverju sinni á fund þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, Davíðs Oddssonar, til að ræða FIH. Í kjölfarið var Sigurður beðinn um að hætta öllum störfum fyrir skilanefndina. Áður en Sigurður yfirgaf vitnastúkuna fór Andri Árnason fram á að hann yrði látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi. Hann er fyrsta vitnið sem farið er fram á að sverji eiðstaf og því vakti krafa Andra nokkra athygli. Landsdómur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings sagði fjórar ástæður fyrir falli Kaupþings, og að yfirtakan á Glitni væri ekki ein þeirra. Hann var látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi að kröfu verjanda Geirs H. Haarde og er sá eini sem hefur gert slíkt í réttarhöldunum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings, telur alþjóðlega fjármálakreppu, hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands, neyðarlögin og aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins gagnvart dótturbanka Kaupþings í Bretlandi hafa fellt bankann. Þetta er meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur yfir honum fyrir Landsdómi í gær. Sigurður var meðal annars spurður út í áætlanir Kaupþings um að bregðast við þeim hlutfallsvanda sem blasti við á Íslandi, en íslenska bankakerfið var níföld þjóðarframleiðsla að stærð árið 2008. Í vitnisburði sínum fór hann yfir „Project Hans" og „Project Einar", áætlanir bankans sem snerust annars vegar um að flytja hluta af starfsemi Kaupþings til erlendra dótturfélaga og hins vegar um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands. Hann taldi hugmyndirnar raunhæfar. Hvorki þrýstingur né áhugiHelgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Sigurð hvort Kaupþing hefði verið komið í lausafjárvandræði á árinu 2008. Hann svaraði því til að lausafjárstaðan hefði verið góð en líka verið verkefni sem stöðugt var unnið að innan bankans. „Það verður hins vegar að segjast að samráð stjórnvalda við okkur, samráð okkar við hina bankana, það var mjög takmarkað. Við áttuðum okkur ekki á því hver staðan var orðin," sagði Sigurður. Hann sagðist ekki hafa orðið var við þrýsting, eða yfir höfuð áhuga, frá íslenskum stjórnvöldum um að bankakerfið yrði minnkað eða að bankarnir flyttu úr landi. Fjórar ástæður fyrir falli bankans Að mati Sigurðar voru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing féll. Í fyrsta lagi versta alþjóðlega kreppa frá 1930. Næsta taldi hann peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, sem hann kallaði gegndarlausa hávaxtastefnu, sem hefði neytt fyrirtæki og almenning til að taka erlend lán. Peningamagn í umferð hefði aukist gríðarlega og því hefði ekki getað „farið öðruvísi en svo að gengi gjaldmiðilsins hryndi". Í þriðja lagi nefndi hann setningu neyðarlaganna sem breyttu lögum eftir á og mismunuðu kröfuhöfum. Í fjórða lagi hefði yfirtaka breska fjármálaeftirlitsins (FSA) á Kaupthing Singer & Friedlander (KFS), dótturbankanum í Bretlandi, gert Kaupþing samstundis tæknilega gjaldþrota, hvort sem bankinn var það í raun eða ekki. Sigurður sagði margar aðrar aðgerðir, meðal annars yfirtökuna á Glitni, hafa verið kolrangar. Þær hefðu hins vegar ekki verið ástæðan fyrir kreppunni á Íslandi. Starfaði fyrir skilanefndSigurður segir að hann hafi verið fenginn til að starfa fyrir skilanefnd Kaupþings stuttu eftir hrun til að koma sérstaklega að sölu erlendra eigna. Á meðal þeirra eigna var FIH, sem settur hafði verið að veði fyrir 500 milljóna evra láni frá Seðlabanka Íslands 6. október 2008. Vegna þess banka fór þáverandi formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, einhverju sinni á fund þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, Davíðs Oddssonar, til að ræða FIH. Í kjölfarið var Sigurður beðinn um að hætta öllum störfum fyrir skilanefndina. Áður en Sigurður yfirgaf vitnastúkuna fór Andri Árnason fram á að hann yrði látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi. Hann er fyrsta vitnið sem farið er fram á að sverji eiðstaf og því vakti krafa Andra nokkra athygli.
Landsdómur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira