Að velja háskólanám við hæfi Steinn Jóhannsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar