Hvað ef það væri þitt barn? Bryndís Jónsdóttir skrifar 4. september 2012 06:00 Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna!
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun