Foreldrar komi að ráðningum skólastjóra grunnskólanna Kjartan Magnússon skrifar 4. september 2012 06:00 Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00 Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins.
Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar