Vegna umræðu um meint ólögmæti verðtryggðra lána Gísli Örn Kjartansson og Páll Friðriksson skrifar 10. október 2012 00:00 Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun