Sáttahönd í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar 10. október 2012 00:00 Hart er tekist á þessa dagana um Gálgahraun á Álftanesi. Vegagerðin situr að samningum við verktaka til að leggja nýjan veg um hraunið. Skammt er þess að bíða að stórvirkar vinnuvélar verði gangsettar og einstök náttúruperla eyðilögð. Andstæðingar framkvæmdarinnar hafa bent á ótvírætt verndargildi hraunsins, það sé á náttúruminjaskrá samkvæmt undirritun ráðherra. Ráðaherraundirskriftin er bæjaryfirvöldum í Garðabæ samt ekki pappírsins virði: þau sitja við sinn keip, harðákveðin í að leggja veg yfir merkustu söguslóðir bæjarins. Í hrauninu eru fornir stígar frá landnámi, klettar sem Kjarval málaði og jarðhringur sem gæti verið frá heiðnum tíma, að ógleymdu verðmæti hraunsins sem ósnortins víðernis í þéttbýli. Margir furða sig á þessari miklu vegarlagningu. Undrun vekur t.d. að aldrei var annað vegstæði kannað fyrir nýjan Álftanesveg en um Gálgahraun, sem þó nýtur ótvírætt verndar samkvæmt náttúruverndarlögum um vernd eldhrauna. Í umhverfismati var heldur engin tilraun gerð til þess að sníða agnúa af núverandi vegi og finna viðunandi lausn þeim megin. Styrinn stendur um 500 metra vegkafla framhjá nýreistum húsum í Prýðahverfi. Hans vegna á að fara með Álftanesveg út í hraunið, tveggja kílómetra leið. Hægt væri að hafa veginn á sama stað og leggja hann í skála eða stokk við hverfið. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ hafnar þeirri leið. Í viðtali við Morgunblaðið 27. september sl. segir hann: „Auðvitað væri það ágætt að taka veginn í stokk og hlífa öllu en veruleikinn er sá að við höfum ekki marga milljarða til slíkra framkvæmda." Með þessum orðum slær bæjarstjórinn ryki í augu almennings. Í fyrsta lagi gefur hann til kynna að Garðabær standi straum af framkvæmdinni en ekki ríkið. Í öðru lagi er kostnaðarhugmynd bæjarstjórans út úr öllu korti. Árið 2001 var gert umhverfismat vegna stokks á Hallsvegi í Reykjavík. Þar segir að „lauslega áætlað sé aukinn kostnaður vegna 400 m langs vegstokks í Hallsvegi og mislægra gatnamóta við Víkurveg áætlaður um 480 milljónir króna" (um 900 milljónir á núverandi verðlagi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands). Þarna er um sams konar stokk að ræða eins og kæmi til greina að reisa á 500 metra kafla við Prýðahverfi. Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar vegna nýs Álftanesvegar með mislægum gatnamótum hljóðaði upp á 865 milljónir króna. Lægsta tilboð verktaka var 660 milljónir króna. Mislægu gatnamótin við Prýðahverfi mætti leysa með einföldu hringtorgi sem sparar tugi ef ekki hundruð milljóna. Þannig myndi gamli Álftanesvegurinn í stokki ekki kosta umtalsvert meira en nýi vegurinn um Gálgahraun. Hvers vegna var þessi möguleiki aldrei kannaður? Friður um nýjan Álftanesveg næst ekki nema menn slíðri sverðin og leiti sátta. Yfirvöld í Garðabæ hafa með friðlýsingum innan bæjarmarkanna sýnt í verki að þau eru hliðholl náttúrunni. Það er því óskiljanlegt að mesta náttúruundrið innan bæjarmarkanna, sjálft Gálgahraun, skuli nú verða eyðilagt að tveimur þriðju með vegum og húsalóðum. Með því að kanna til hlítar nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði, annað hvort ofan jarðar eða í stokki, myndu Vegagerðin og Garðabær rétta fram langþráða sáttahönd í málinu. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á facebook-síðunni Verndum Gálgahraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hart er tekist á þessa dagana um Gálgahraun á Álftanesi. Vegagerðin situr að samningum við verktaka til að leggja nýjan veg um hraunið. Skammt er þess að bíða að stórvirkar vinnuvélar verði gangsettar og einstök náttúruperla eyðilögð. Andstæðingar framkvæmdarinnar hafa bent á ótvírætt verndargildi hraunsins, það sé á náttúruminjaskrá samkvæmt undirritun ráðherra. Ráðaherraundirskriftin er bæjaryfirvöldum í Garðabæ samt ekki pappírsins virði: þau sitja við sinn keip, harðákveðin í að leggja veg yfir merkustu söguslóðir bæjarins. Í hrauninu eru fornir stígar frá landnámi, klettar sem Kjarval málaði og jarðhringur sem gæti verið frá heiðnum tíma, að ógleymdu verðmæti hraunsins sem ósnortins víðernis í þéttbýli. Margir furða sig á þessari miklu vegarlagningu. Undrun vekur t.d. að aldrei var annað vegstæði kannað fyrir nýjan Álftanesveg en um Gálgahraun, sem þó nýtur ótvírætt verndar samkvæmt náttúruverndarlögum um vernd eldhrauna. Í umhverfismati var heldur engin tilraun gerð til þess að sníða agnúa af núverandi vegi og finna viðunandi lausn þeim megin. Styrinn stendur um 500 metra vegkafla framhjá nýreistum húsum í Prýðahverfi. Hans vegna á að fara með Álftanesveg út í hraunið, tveggja kílómetra leið. Hægt væri að hafa veginn á sama stað og leggja hann í skála eða stokk við hverfið. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ hafnar þeirri leið. Í viðtali við Morgunblaðið 27. september sl. segir hann: „Auðvitað væri það ágætt að taka veginn í stokk og hlífa öllu en veruleikinn er sá að við höfum ekki marga milljarða til slíkra framkvæmda." Með þessum orðum slær bæjarstjórinn ryki í augu almennings. Í fyrsta lagi gefur hann til kynna að Garðabær standi straum af framkvæmdinni en ekki ríkið. Í öðru lagi er kostnaðarhugmynd bæjarstjórans út úr öllu korti. Árið 2001 var gert umhverfismat vegna stokks á Hallsvegi í Reykjavík. Þar segir að „lauslega áætlað sé aukinn kostnaður vegna 400 m langs vegstokks í Hallsvegi og mislægra gatnamóta við Víkurveg áætlaður um 480 milljónir króna" (um 900 milljónir á núverandi verðlagi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands). Þarna er um sams konar stokk að ræða eins og kæmi til greina að reisa á 500 metra kafla við Prýðahverfi. Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar vegna nýs Álftanesvegar með mislægum gatnamótum hljóðaði upp á 865 milljónir króna. Lægsta tilboð verktaka var 660 milljónir króna. Mislægu gatnamótin við Prýðahverfi mætti leysa með einföldu hringtorgi sem sparar tugi ef ekki hundruð milljóna. Þannig myndi gamli Álftanesvegurinn í stokki ekki kosta umtalsvert meira en nýi vegurinn um Gálgahraun. Hvers vegna var þessi möguleiki aldrei kannaður? Friður um nýjan Álftanesveg næst ekki nema menn slíðri sverðin og leiti sátta. Yfirvöld í Garðabæ hafa með friðlýsingum innan bæjarmarkanna sýnt í verki að þau eru hliðholl náttúrunni. Það er því óskiljanlegt að mesta náttúruundrið innan bæjarmarkanna, sjálft Gálgahraun, skuli nú verða eyðilagt að tveimur þriðju með vegum og húsalóðum. Með því að kanna til hlítar nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði, annað hvort ofan jarðar eða í stokki, myndu Vegagerðin og Garðabær rétta fram langþráða sáttahönd í málinu. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á facebook-síðunni Verndum Gálgahraun.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun