Samfylkingin og jafnaðarstefnan Mörður Árnason skrifar 11. október 2012 00:00 Samfylkingin er hreyfing jafnaðarmanna á Íslandi. Því miður eru ekki allir íslenskir jafnaðarmenn félagar í Samfylkingunni, stuðningsmenn hennar eða kjósendur. En við í Samfylkingunni erum öll jafnaðarmenn, hvert með sínum hætti. Við teljum að jöfnuður í lífskjörum og jöfn tækifæri séu heilladrýgst fyrir einstaklinga og samfélag. Við teljum að hver maður skuli vera frjáls gerða sinna og hugsana svo fremi hann skerðir ekki frelsi annarra og kemur fram af heilindum. Við teljum að mennirnir beri ábyrgð hver á öðrum – játumst undir þá samábyrgð sem Frakkarnir kölluðu bræðralag á 18. öld – en krefjumst þess líka af hverjum og einum að hann taki ábyrgð á sjálfum sér sé hann þess megnugur. Við þökkum frumherjum jafnaðarmanna á Íslandi fyrir að rækta þennan garð – skáldunum sem ortu kjark í alþýðu um aldamótin þar síðustu, fólkinu sem stofnaði verkalýðshreyfingu og alþýðusamtök á fyrstu áratugum 20. aldar. Velferðarþjónustan – NorðurlöndOkkur finnst nánast liggja fyrir af dæmum Norðurlanda að öflug velferðarþjónusta sé burðarás þjóðarheimilis þar sem menn vinna saman jafnt að almannaheill og eigin þroska. Við teljum markaðinn þarfan þjón í atvinnulífi og viðskiptum – en afleitan húsbónda. Við viljum efla menntir og menningu, sem hafa gildi í sjálfu sér í sífelldri hollustu mannsins við hamingju sína, en gæða samfélagið líka innihaldi – og skapa störf! Við þökkum forystumönnum alþýðuflokkanna, félagsskap fólksins og framsýnum fræði- og listamönnum fyrir mikið verk í þessum efnum alla síðustu öld. Þau hafa borið árangur þrátt fyrir óhjákvæmilegar villur og mistök. Græn jafnaðarstefna, kvenfrelsiSígild jafnaðarstefna mótaðist á árunum eftir iðnbyltingu, í karlveldisþjóðfélögum 19. aldar, í andrúmslofti óbilandi tæknihyggju og framfarablætis. Nú eru aðrir tímar – og þeir jafnaðarflokkar í Evrópu hafa dregist aftur úr og trénast upp sem ekki tókst að auðga jafnaðarstefnuna með því að samþætta hana kvenfrelsi og umhverfisstefnu – jafnrétti kynjanna og jöfnuði kynslóðanna. Þetta var sá boðskapur sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færði jafnaðarflokki okkar öðrum fremur – og við þökkum henni fyrir ásamt öðrum hetjum kvennahreyfingarinnar og mörgum einörðum baráttumönnum fyrir náttúruvernd og umhverfisviðhorfum síðustu fjóra áratugi. SamsafnskenninginÞað er misskilningur sem sumir halda fram, að í Samfylkingunni sé samankomið frekar tilviljunarkennt samsafn hinna og þessara pólitískra klúbba og áhugahópa þar sem sumir séu klassískir og aðrir frjálslyndir, einhverjar kvenfrelsiskellingar innan um græna öfgaliðið sem togast á við virkjunarsinna og byggðajálka. Flokkurinn endurspeglar vissulega fjölbreytileikann í íslensku samfélagi, eftir starfsstéttum, kynslóðum, menntadeildum, héruðum. Sem betur fer. En við eigum okkur öll sameiginlegan grunn – jafnaðarstefnuna. SjálfsmyndÞess vegna er óþarfi að hafa miklar áhyggjur af sjálfsmynd Samfylkingarmanna eða kjölfestunni í pólitík þeirra frá degi til dags. Sjálfsagt er að leiðrétta kúrsinn eftir stórsjó og brim á siglingunni. Við skulum muna að stefna og verk samsteypustjórnar í stjórnarráðinu eða sveitarfélögunum markast að sjálfsögðu af málamiðlunum og forgangsröðun þeirra afla sem að henni standa, og af fjölmörgum fleiri þáttum. Jafnaðarstefnan – og nauðsynleg umræða í hópi jafnaðarmanna – veitir góða yfirsýn og skýra sjálfsmynd. FormannsefniFram undan er formannskjör. Þau sem nú hafa verið nefnd sem hugsanlegir formenn gætu hvert og eitt sinnt því starfi með prýði, og líklega verður ekki mikill málefnalegur munur á formannsefnunum. Fyrir mína parta ætla ég þó að hlusta grannt eftir þessu tvennu: Grænar áherslurÉg vil vita hvar þau standa í umhverfis- og náttúruverndarmálum, og hvert þau vilja stefna í atvinnumálum. Nú eru að verða straumhvörf. Eðlilegt er að segja skilið við fortíðardrauma um stóriðjuuppbyggingu í sovéskum stíl, með öllum sínum umhverfisfórnum, og byggja markvisst upp grænt hagkerfi. Upp úr hruninu erum við að komast með hjálp náttúrugæða af landi og hafi, en því má ekki gleyma að verulegur hluti af verðmætasköpun dagsins sprettur af okkar eigin hyggjuviti. Hugverkageirinn er ört vaxandi hluti atvinnulífsins og forsvarsmenn hans hafa bent stjórnvöldum á að nokkur helstu fyrirtæki hans þurfi tæknimenntað fólk þúsundum saman á næstu árum. SamstarfskostirSamfylkingin, flokkur jafnaðarmanna, er stofnuð til að vera höfuðafl í íslenskum stjórnmálum. Hún er mið-vinstriflokkur, og á að bjóða til samstarfs öðrum flokkum og hreyfingum til vinstri og fyrir miðju, fólki sem leggur áherslu á jöfnuð og frjálslyndi hvað sem líður afstöðu þess í einstökum átakamálum. Stjórn með hægrimönnum er ekki eðlilegur kostur fyrir Samfylkinguna, enda hafa slíkar tilraunir gefist illa. Samstarf við hægriflokka tel ég því aðeins koma til greina að um sé að ræða mikilvæga þjóðarhagsmuni, svo sem inngöngu í Evrópusambandið, eða þá brýnar umbætur innanlands sem ekki yrði komið á með öðrum hætti. Önnur spurningin er um samfélagsstrategíu, hin um pólitíska taktík. Báðar mikilvægar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er hreyfing jafnaðarmanna á Íslandi. Því miður eru ekki allir íslenskir jafnaðarmenn félagar í Samfylkingunni, stuðningsmenn hennar eða kjósendur. En við í Samfylkingunni erum öll jafnaðarmenn, hvert með sínum hætti. Við teljum að jöfnuður í lífskjörum og jöfn tækifæri séu heilladrýgst fyrir einstaklinga og samfélag. Við teljum að hver maður skuli vera frjáls gerða sinna og hugsana svo fremi hann skerðir ekki frelsi annarra og kemur fram af heilindum. Við teljum að mennirnir beri ábyrgð hver á öðrum – játumst undir þá samábyrgð sem Frakkarnir kölluðu bræðralag á 18. öld – en krefjumst þess líka af hverjum og einum að hann taki ábyrgð á sjálfum sér sé hann þess megnugur. Við þökkum frumherjum jafnaðarmanna á Íslandi fyrir að rækta þennan garð – skáldunum sem ortu kjark í alþýðu um aldamótin þar síðustu, fólkinu sem stofnaði verkalýðshreyfingu og alþýðusamtök á fyrstu áratugum 20. aldar. Velferðarþjónustan – NorðurlöndOkkur finnst nánast liggja fyrir af dæmum Norðurlanda að öflug velferðarþjónusta sé burðarás þjóðarheimilis þar sem menn vinna saman jafnt að almannaheill og eigin þroska. Við teljum markaðinn þarfan þjón í atvinnulífi og viðskiptum – en afleitan húsbónda. Við viljum efla menntir og menningu, sem hafa gildi í sjálfu sér í sífelldri hollustu mannsins við hamingju sína, en gæða samfélagið líka innihaldi – og skapa störf! Við þökkum forystumönnum alþýðuflokkanna, félagsskap fólksins og framsýnum fræði- og listamönnum fyrir mikið verk í þessum efnum alla síðustu öld. Þau hafa borið árangur þrátt fyrir óhjákvæmilegar villur og mistök. Græn jafnaðarstefna, kvenfrelsiSígild jafnaðarstefna mótaðist á árunum eftir iðnbyltingu, í karlveldisþjóðfélögum 19. aldar, í andrúmslofti óbilandi tæknihyggju og framfarablætis. Nú eru aðrir tímar – og þeir jafnaðarflokkar í Evrópu hafa dregist aftur úr og trénast upp sem ekki tókst að auðga jafnaðarstefnuna með því að samþætta hana kvenfrelsi og umhverfisstefnu – jafnrétti kynjanna og jöfnuði kynslóðanna. Þetta var sá boðskapur sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færði jafnaðarflokki okkar öðrum fremur – og við þökkum henni fyrir ásamt öðrum hetjum kvennahreyfingarinnar og mörgum einörðum baráttumönnum fyrir náttúruvernd og umhverfisviðhorfum síðustu fjóra áratugi. SamsafnskenninginÞað er misskilningur sem sumir halda fram, að í Samfylkingunni sé samankomið frekar tilviljunarkennt samsafn hinna og þessara pólitískra klúbba og áhugahópa þar sem sumir séu klassískir og aðrir frjálslyndir, einhverjar kvenfrelsiskellingar innan um græna öfgaliðið sem togast á við virkjunarsinna og byggðajálka. Flokkurinn endurspeglar vissulega fjölbreytileikann í íslensku samfélagi, eftir starfsstéttum, kynslóðum, menntadeildum, héruðum. Sem betur fer. En við eigum okkur öll sameiginlegan grunn – jafnaðarstefnuna. SjálfsmyndÞess vegna er óþarfi að hafa miklar áhyggjur af sjálfsmynd Samfylkingarmanna eða kjölfestunni í pólitík þeirra frá degi til dags. Sjálfsagt er að leiðrétta kúrsinn eftir stórsjó og brim á siglingunni. Við skulum muna að stefna og verk samsteypustjórnar í stjórnarráðinu eða sveitarfélögunum markast að sjálfsögðu af málamiðlunum og forgangsröðun þeirra afla sem að henni standa, og af fjölmörgum fleiri þáttum. Jafnaðarstefnan – og nauðsynleg umræða í hópi jafnaðarmanna – veitir góða yfirsýn og skýra sjálfsmynd. FormannsefniFram undan er formannskjör. Þau sem nú hafa verið nefnd sem hugsanlegir formenn gætu hvert og eitt sinnt því starfi með prýði, og líklega verður ekki mikill málefnalegur munur á formannsefnunum. Fyrir mína parta ætla ég þó að hlusta grannt eftir þessu tvennu: Grænar áherslurÉg vil vita hvar þau standa í umhverfis- og náttúruverndarmálum, og hvert þau vilja stefna í atvinnumálum. Nú eru að verða straumhvörf. Eðlilegt er að segja skilið við fortíðardrauma um stóriðjuuppbyggingu í sovéskum stíl, með öllum sínum umhverfisfórnum, og byggja markvisst upp grænt hagkerfi. Upp úr hruninu erum við að komast með hjálp náttúrugæða af landi og hafi, en því má ekki gleyma að verulegur hluti af verðmætasköpun dagsins sprettur af okkar eigin hyggjuviti. Hugverkageirinn er ört vaxandi hluti atvinnulífsins og forsvarsmenn hans hafa bent stjórnvöldum á að nokkur helstu fyrirtæki hans þurfi tæknimenntað fólk þúsundum saman á næstu árum. SamstarfskostirSamfylkingin, flokkur jafnaðarmanna, er stofnuð til að vera höfuðafl í íslenskum stjórnmálum. Hún er mið-vinstriflokkur, og á að bjóða til samstarfs öðrum flokkum og hreyfingum til vinstri og fyrir miðju, fólki sem leggur áherslu á jöfnuð og frjálslyndi hvað sem líður afstöðu þess í einstökum átakamálum. Stjórn með hægrimönnum er ekki eðlilegur kostur fyrir Samfylkinguna, enda hafa slíkar tilraunir gefist illa. Samstarf við hægriflokka tel ég því aðeins koma til greina að um sé að ræða mikilvæga þjóðarhagsmuni, svo sem inngöngu í Evrópusambandið, eða þá brýnar umbætur innanlands sem ekki yrði komið á með öðrum hætti. Önnur spurningin er um samfélagsstrategíu, hin um pólitíska taktík. Báðar mikilvægar.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun