Rannsóknar- og þróunarstarf lykill að stöðugum hagvexti Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun