Illvirki inni í Þórsmörk Árni Alfreðsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu?
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar