RSS straumar og atvinnuleit Óskar Marinó Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. Flestir atvinnuleitendur kannast eflaust við að skoða vefsvæði hjá fyrirtækjum, fjölmiðlum, ráðningarstofum o.s.frv. en fæstir vita að þeir geta auðveldað sér þessa vinnu með því að vera áskrifandi að RSS-straumi. RSS er skammstöfun fyrir Rich Site Summary en hefur stundum verið nefnt Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun. Til þess að vera áskrifandi að RSS-straumi þarf að vera með RSS-lesara. Það eru til mismunandi gerðir af RSS-lesurum en ég mæli hiklaust með Google Reader fyrir vafrann og Feeddler fyrir snjallsímann. Forritin eru tiltölulega einföld í uppsetningu og þar að auki frí. Kostir þess að vera áskrifandi að RSS-straumi er að atvinnuleitandi getur fylgst með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali án þess að þurfa að fara á hvert vefsvæði fyrir sig. Atvinnuleitandi fær því nýjustu fréttirnar í fréttamiðilinn sinn sem sparar honum tíma og gefur honum heildaryfirsýn á atvinnuleitina. Það er að vísu smávægilegur galli á kerfinu en flest fyrirtæki gefa ekki valkost á því að vera áskrifandi að RSS-straumi en það er auðvelt að aðlagast því með að nýta sér vefsvæði sem bjóða upp á að breyta venjulegum vefsvæðum í RSS-straum. Atvinnuleitandi fær því tilkynningu um breytingu á vefsvæðinu en það kemur ekki með eins skipulögðum hætti og ef viðkomandi væri áskrifandi með eðlilegum hætti. Fyrir atvinnuleitendur sem vilja nýta sér þessa tækni mæli ég með að skoða eftirfarandi heimasíður og gerast áskrifandi að RSS-straumi þeirra: www.starfatorg.is, www.vmst.is, www.mbl.is, www.advania.is svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvet ég aðrar skipulagsheildir sem hafa ekki sett upp valmöguleikann á RSS-áskrift fyrir laus störf að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. Flestir atvinnuleitendur kannast eflaust við að skoða vefsvæði hjá fyrirtækjum, fjölmiðlum, ráðningarstofum o.s.frv. en fæstir vita að þeir geta auðveldað sér þessa vinnu með því að vera áskrifandi að RSS-straumi. RSS er skammstöfun fyrir Rich Site Summary en hefur stundum verið nefnt Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun. Til þess að vera áskrifandi að RSS-straumi þarf að vera með RSS-lesara. Það eru til mismunandi gerðir af RSS-lesurum en ég mæli hiklaust með Google Reader fyrir vafrann og Feeddler fyrir snjallsímann. Forritin eru tiltölulega einföld í uppsetningu og þar að auki frí. Kostir þess að vera áskrifandi að RSS-straumi er að atvinnuleitandi getur fylgst með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali án þess að þurfa að fara á hvert vefsvæði fyrir sig. Atvinnuleitandi fær því nýjustu fréttirnar í fréttamiðilinn sinn sem sparar honum tíma og gefur honum heildaryfirsýn á atvinnuleitina. Það er að vísu smávægilegur galli á kerfinu en flest fyrirtæki gefa ekki valkost á því að vera áskrifandi að RSS-straumi en það er auðvelt að aðlagast því með að nýta sér vefsvæði sem bjóða upp á að breyta venjulegum vefsvæðum í RSS-straum. Atvinnuleitandi fær því tilkynningu um breytingu á vefsvæðinu en það kemur ekki með eins skipulögðum hætti og ef viðkomandi væri áskrifandi með eðlilegum hætti. Fyrir atvinnuleitendur sem vilja nýta sér þessa tækni mæli ég með að skoða eftirfarandi heimasíður og gerast áskrifandi að RSS-straumi þeirra: www.starfatorg.is, www.vmst.is, www.mbl.is, www.advania.is svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvet ég aðrar skipulagsheildir sem hafa ekki sett upp valmöguleikann á RSS-áskrift fyrir laus störf að gera slíkt hið sama.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar