Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu Karen Kjartansdóttir skrifar 1. febrúar 2013 18:30 Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. Við könnunina, sem framkvæmd var á miðvikudag af 365 fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið, var notuð ný aðferðarfræði við útreikningana en tilgangurinn með henni er að að leiðrétta skekkjur sem fjöldi óákveðinna veldur. Samkvæmt henni mælist nú Sjálfstæðisflokkurinn með 32 prósenta fylgi og missir því tæplega sex prósenta fylgi frá því í fyrri könnun ef miðað er við nýja aðferðafræði. En samkvæmt henni mældist flokkurinn með nær 38 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum og missir hann því nær sex prósent fylgis síns. Stóru tíðindi könnunarinnar eru eflaust þau að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 21 prósents fylgi og er orðinn næststærstur flokka. Fyrir tveimur vikum mældist hann með tæp þrettán prósent og bætir hann því við sig um átta prósentum. Björt framtíð er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins og mælist með rúm sextán prósent og bætir því tveimur prósentum við sig milli kannana.Fylgi Samfylkingarinnar hrynur. Flokkurinn mælist nú með 12 prósenta fylgi en var með um 20 í síðustu könnun og missir því um átta prósent stuðningsins. Samfylkingin mælist því með álíka mikið fylgi og Vinstri grænir sem njóta nú stuðnings rúmlega 11 prósenta svarenda sem er fjórum prósentum meiri stuðningur en var fyrir tveimur vikum. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra um 7 prósent af því eiga njóta hægri grænir rúmlega fjögurra prósenta. Samkvæmt þessu mun Björt framtíð fá 12 menn. Framsóknarflokkurinn kom 9 mönnum inn á þing í síðustu kosningum en myndi fá 14 menn ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkur fékk 16 menn í síðustu kosningum en fengi 21 nú. Borgarahreyfingin kom 4 mönnum inn í síðustu kosningu en þær stjórnmálahreyfingar sem hafa myndast út frá henni koma engum. Samfylkingin fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi aðeins 8 ef kosið væri í dag. Vinstri grænir fengu 14 menn fyrir fjórum árum en fengju 8 í dag. 800 manns voru spurðir. 45 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína til flokka. Tekin hefur verið upp ný aðferð við að reikna út niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi flokkanna til að leiðrétta skekkju sem orðið hefur á niðurstöðunum vegna þess hversu hátt hlutfall þeirra sem hringt er í segjast óákveðnir.Áfram eru þeir sem segjast óákveðnir spurðir í tvígang til viðbótar til að reyna að fá þá til að taka afstöðu. Fyrst eru þeir spurðir hvaða flokk þeir séu líklegir til að kjósa, og að lokum hvort þeir séu líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk. Þessi aðferðafræði var hönnuð af sérfræðingum við Háskóla Íslands, og er síðasta spurningin beinlínis hönnuð til að draga úr ofmati á fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum. Ofmatið er til komið þannig að stuðningsmenn flokksins virðast almennt ákveðnari en þeir sem kjósa aðra flokka, og tilbúnari til að gefa upp afstöðu sína. Þeir sem segjast óákveðnir í fyrstu spurningu, en gefa upp afstöðu í þeirri næstu eru mun líklegri til að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Þegar spurningarnar hafa verið reiknaðar saman er reiknað með því að þeir sem enn segjast óákveðnir muni þegar til kosninga kemur kjósa flokka í sömu hlutföllum og þeir sem gáfu upp afstöðu. Með öðrum orðum er bara reiknað með þeim sem tóku afstöðu til einhverra flokka. Kosningar 2013 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. Við könnunina, sem framkvæmd var á miðvikudag af 365 fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið, var notuð ný aðferðarfræði við útreikningana en tilgangurinn með henni er að að leiðrétta skekkjur sem fjöldi óákveðinna veldur. Samkvæmt henni mælist nú Sjálfstæðisflokkurinn með 32 prósenta fylgi og missir því tæplega sex prósenta fylgi frá því í fyrri könnun ef miðað er við nýja aðferðafræði. En samkvæmt henni mældist flokkurinn með nær 38 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum og missir hann því nær sex prósent fylgis síns. Stóru tíðindi könnunarinnar eru eflaust þau að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 21 prósents fylgi og er orðinn næststærstur flokka. Fyrir tveimur vikum mældist hann með tæp þrettán prósent og bætir hann því við sig um átta prósentum. Björt framtíð er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins og mælist með rúm sextán prósent og bætir því tveimur prósentum við sig milli kannana.Fylgi Samfylkingarinnar hrynur. Flokkurinn mælist nú með 12 prósenta fylgi en var með um 20 í síðustu könnun og missir því um átta prósent stuðningsins. Samfylkingin mælist því með álíka mikið fylgi og Vinstri grænir sem njóta nú stuðnings rúmlega 11 prósenta svarenda sem er fjórum prósentum meiri stuðningur en var fyrir tveimur vikum. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra um 7 prósent af því eiga njóta hægri grænir rúmlega fjögurra prósenta. Samkvæmt þessu mun Björt framtíð fá 12 menn. Framsóknarflokkurinn kom 9 mönnum inn á þing í síðustu kosningum en myndi fá 14 menn ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkur fékk 16 menn í síðustu kosningum en fengi 21 nú. Borgarahreyfingin kom 4 mönnum inn í síðustu kosningu en þær stjórnmálahreyfingar sem hafa myndast út frá henni koma engum. Samfylkingin fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi aðeins 8 ef kosið væri í dag. Vinstri grænir fengu 14 menn fyrir fjórum árum en fengju 8 í dag. 800 manns voru spurðir. 45 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína til flokka. Tekin hefur verið upp ný aðferð við að reikna út niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi flokkanna til að leiðrétta skekkju sem orðið hefur á niðurstöðunum vegna þess hversu hátt hlutfall þeirra sem hringt er í segjast óákveðnir.Áfram eru þeir sem segjast óákveðnir spurðir í tvígang til viðbótar til að reyna að fá þá til að taka afstöðu. Fyrst eru þeir spurðir hvaða flokk þeir séu líklegir til að kjósa, og að lokum hvort þeir séu líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk. Þessi aðferðafræði var hönnuð af sérfræðingum við Háskóla Íslands, og er síðasta spurningin beinlínis hönnuð til að draga úr ofmati á fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum. Ofmatið er til komið þannig að stuðningsmenn flokksins virðast almennt ákveðnari en þeir sem kjósa aðra flokka, og tilbúnari til að gefa upp afstöðu sína. Þeir sem segjast óákveðnir í fyrstu spurningu, en gefa upp afstöðu í þeirri næstu eru mun líklegri til að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Þegar spurningarnar hafa verið reiknaðar saman er reiknað með því að þeir sem enn segjast óákveðnir muni þegar til kosninga kemur kjósa flokka í sömu hlutföllum og þeir sem gáfu upp afstöðu. Með öðrum orðum er bara reiknað með þeim sem tóku afstöðu til einhverra flokka.
Kosningar 2013 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Sjá meira