Vill klára málið eftir kosningar 2. mars 2013 18:30 Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili. Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira