Serena Williams setti nýtt með með því að vinna Sony Open tennismótið í Miami í sjötta sinn í nótt þegar hún vann Mariu Sharapovu í úrslitaleik í þremur settum.
Maria Sharapova vann fyrsta settið 6-4 en Serena Williams svaraði með því að vinna næstu tvö sett, 6-3 og 6-0, og tryggja sér sigurinn. Aðeins þrjár aðrar konur hafa náð að vinna sama atvinnumannamót sex sinnum í nútímatennis en hinar eru Chris Evert, Steffi Graf og Martina Navratilova.
Serena Williams, sem er í efsta sæti heimslistans, hefur nú unnið ellefu leiki í röð á móti Mariu Sharapovu sem er í öðru sæti á heimslistanum. Hin 25 ára gamla Sharapova var að tapa í úrslitaleiknum á þessu móti í Miami í fimmta sinn á ferlinum.
„Það eru auðvitað vonbrigði að enda frábæran mánuð ekki betur en Serena spilaði mjög vel. Ég er viss um að við eigum eftir að mætast nokkrum sinnum aftur á þessu ári," sagði Maria Sharapova.
Serena Williams meistari í sjötta sinn í Miami
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
