„Höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. apríl 2013 09:51 Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. „Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
„Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira