Vigdís telur að manni sé borgað fyrir að rægja hana Karen Kjartansdóttir skrifar 27. maí 2013 19:29 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira