Andskotinn ekki með lögheimili í Brussel Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2013 19:57 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira