Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Kristján Hjálmarsson skrifar 4. október 2013 15:53 Flugslysið varð þann 5. ágúst síðastliðinn. Tveir dóu í slysinu en einn komst lífs af. Áframhaldandi rannsóknir verða gerðar á braki flugvélarinnar sem fórst í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir menn létust. Brak vélarinnar hefur verið flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa til frekari rannsóknar, að því er segir í bráðabirgðaskýrslu frá nefndinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvers vegna flugvélin missti hæð en í áframhaldandi rannsókn verður flak flugvélarinnar og hreyflar skoðaðir frekar ásamt fluglagi og afkastagetu hennar. Í bráðabirgðaskýrslunni segir að við brotlendinguna hafi kviknað eldur og vængir og stél losnað frá skrokki flugvélarinnar. Skrokkur vélarinnar hafi brotnað og hafnað um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð. Við vettvangsrannsókn mátti sjá að vængbörð og hjól voru uppi. Í skýrslunni segir að tveggja manna áhöfn vélarinnar, TF-MYX, hafi lagt af stað ásamt sjúkraflutningamanni frá Akureyri til Hornafjarðar klukkan 10.21 í þeim tilgangi að sækja þar sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Eftir að hafa flutt sjúklinginn til Reykjavíkur var áætlað snúa aftur til Akureyrar. Fyrir flugið frá Reykjavíkurflugvelli voru settir 738 lítrar af eldsneyti á flugvélina. Þyngdar- og jafnvægisútreikningar voru gerðir fyrir þetta flug og sýndu þeir að flugvélin var innan þyngdar- og jafnvægismarka. Vélin lagði svo af stað rétt fyrir eitt frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis til Akureyrar. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Skömmu síðar hafði flugturninn samband við áhöfnina á TF-MYX og tilkynnti að Fokker flugvél væri að fara á loft til norðurs og óskaði eftir því að áhöfnin myndi fylgjast með umferð. Áhöfn á TF-MYX staðfesti það, var þá við Kristnes og sagðist halda sig vestarlega. TF-MYX var flogið í átt að akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg. Þegar flugvélinni nálgaðist akstursíþróttabrautina í vinstri beygju, misst hún hæð og vinstri vængur hennar snerti jörð við hægri hlið akstursíþróttabrautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Ekki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frá áhöfn flugvélarinnar á meðan á fluginu stóð. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli er lokið 6. ágúst 2013 18:06 Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Áframhaldandi rannsóknir verða gerðar á braki flugvélarinnar sem fórst í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir menn létust. Brak vélarinnar hefur verið flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa til frekari rannsóknar, að því er segir í bráðabirgðaskýrslu frá nefndinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvers vegna flugvélin missti hæð en í áframhaldandi rannsókn verður flak flugvélarinnar og hreyflar skoðaðir frekar ásamt fluglagi og afkastagetu hennar. Í bráðabirgðaskýrslunni segir að við brotlendinguna hafi kviknað eldur og vængir og stél losnað frá skrokki flugvélarinnar. Skrokkur vélarinnar hafi brotnað og hafnað um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð. Við vettvangsrannsókn mátti sjá að vængbörð og hjól voru uppi. Í skýrslunni segir að tveggja manna áhöfn vélarinnar, TF-MYX, hafi lagt af stað ásamt sjúkraflutningamanni frá Akureyri til Hornafjarðar klukkan 10.21 í þeim tilgangi að sækja þar sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Eftir að hafa flutt sjúklinginn til Reykjavíkur var áætlað snúa aftur til Akureyrar. Fyrir flugið frá Reykjavíkurflugvelli voru settir 738 lítrar af eldsneyti á flugvélina. Þyngdar- og jafnvægisútreikningar voru gerðir fyrir þetta flug og sýndu þeir að flugvélin var innan þyngdar- og jafnvægismarka. Vélin lagði svo af stað rétt fyrir eitt frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis til Akureyrar. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Skömmu síðar hafði flugturninn samband við áhöfnina á TF-MYX og tilkynnti að Fokker flugvél væri að fara á loft til norðurs og óskaði eftir því að áhöfnin myndi fylgjast með umferð. Áhöfn á TF-MYX staðfesti það, var þá við Kristnes og sagðist halda sig vestarlega. TF-MYX var flogið í átt að akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg. Þegar flugvélinni nálgaðist akstursíþróttabrautina í vinstri beygju, misst hún hæð og vinstri vængur hennar snerti jörð við hægri hlið akstursíþróttabrautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Ekki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frá áhöfn flugvélarinnar á meðan á fluginu stóð.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli er lokið 6. ágúst 2013 18:06 Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13