„Maður fær sér smá snaps eftir svona slys“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:10 Mark Weller ásamt eiginkonu sinni í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli fyrr í dag. mynd/valli Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“ Veður Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“
Veður Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira